Fjármálaráðherra Breta segir af sér

13.02.2020 - 12:12
epa07238465 Britain's Home Secretary Sajid Javid leaves after a cabinet meeting in n10 Downing Street in London, Britain, 18 December 2018. Britain's opposition Labour Party leader Jeremy Corbyn has tabled a motion of no confidence in Prime Minister Theresa May, after she said MPs would not vote on the Brexit deal until 14 January 2019.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði af sér í dag. Boris Johonson forsætisráðherra rak í morgun nokkra ráðherra. Þeirra á meðal eru Julian Smith Norður-Írlandsmálaráðherra og Andrea Leadsom viðskiptaráðherra. Flestir höfðu þeir verið í embætti frá því að Boris Johnson tók við stjórnartaumunum í júlí í fyrra.

Geoffrey Cox ríkislögmaður sagði einnig af sér í dag. Hann hefur gegnt embættinu frá því í stjórnartíð Theresu May. Embætti ríkislögmanns er ígildi ráðherraembættis í Bretlandi.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV