Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fjarlægja tónlist nýnasista af Spotify

17.08.2017 - 08:24
epa06141192 A handout photo made available by the Virginia State Police shows crowd members at the Charlottesville rally in Charlottesville, Virginia, USA, 12 August 2017. According to media reports at least one person was killed and 19 injured after a
 Mynd: EPA - Virginia State Police
Steymisveitan Spotify er byrjuð að fjarlæga tónlist sem tengist nýnasisma. Eftir samkomu nýnasista og annarra kynþáttahatara í Charlottesville um síðustu helgi þar sem ung kona var myrt og 20 særðir fundust að minnsta kosti 37 hljómsveitir sem dreifa nasistaáróðri hjá streymisveitunni Spotify á Netinu.

Bandaríska mannréttindahreyfingin SPLC hefur  upplýst að margar hljómsveitir sem flytja kynþátta hatursáróður hafi hreiðrað um sig hjá netþjónustufyrirtækjum eins og iTunes, Spotify og Amazon. Eigendur Facebook hafa og tilkynnt að nýnasista sem tók þátt í mótmælum í Charlottesville hafi verið kastað út af Facebook og Instagram.
 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV