
Fjarðarheiðargöngum verður flýtt
Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, sagði á fundinum að fyrir austan séu samfélög sem hafi tækifæri til að byggja upp mjög sterkt miðsvæði á Austurlandi. Það eigi sóknarfæri og geti laðað til sín fólk og byggt upp atvinnulífið. Svæðið eigi mikið inni í þróun næstu áratugi. Þjóðhagslega tábatasamt sé að gefa Austurlandi slíkt tækifæri með samgöngubótum.
Framkvæmdir við göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og áfram til Norðfjarðar verða samkvæmt áætluninni á þriðja tímabili 2030-2034 en þau eiga að kosta 31 milljarð.
Veggjöld eiga að standa undir helmingi kostnaðar við jarðgöng og er gert ráð fyrir því að gjaldtaka hefjist í eldri göngum einnig til að standa undir rekstri þeirra og fjármagna ný göng.
Öxi og Hornafjarðarfljót líka á fyrsta tímabili
Af öðrum framkvæmdum á Austurlandi má nefna að ljúka á framkvæmdum við veg yfir Hornafjarðarfljót á fyrsta tímabili og einnig við heilsársveg yfir Öxi, samkvæmt þessum drögum en Alþingi á eftir að fjalla um uppfærða samgönguáætlun og þá eru framkvæmdir einnig háðar fjárlögum hvers árs. Í áætluninni er gert fyrir veggjaldi bæði á Öxi og vegi yfir Hornafjarðarfljót.
Í samráðsgátt stjórnvalda má kynna sér bæði fimm ára framkvæmdaáætlun og 15 ára langtímaáætlun.