Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fiskeldi aukist um 60% í ár

29.04.2014 - 22:35
Mynd með færslu
Fiskeldiskvíar á Vestfjörðum. Mynd:
Framleiðsla í fiskeldi eykst um 60% á þessu ári frá því í fyrra að mati Landssambands fiskeldisstöðva. Mikil eftirspurn er eftir eldisfiski og tækifæri til vaxtar hér, segir Höskuldur Steinarssonar, formaður Landssambandsins. Svæði í nágrannalöndunum séunærri fullnýtt.

Rekstrarleyfi eru í fiskeldi fyrir 42 þúsund tonna framleiðslu en aðeins hluti þeirra er nýttur. 8.000 tonn voru framleidd í fyrra og 2012, 3.000 tonnum meira en 2011. Í ár er því spáð að framleiðslan nemi 12.900 tonnum.

 

Góðar aðstæður á Íslandi

„Það er markaðseftirspurn eftir laxi í heiminum. Svæðin hjá nágrannalöndum okkar eru fullnýtt, það stefnir í það. Þau eru fullnýtt í Færeyjum og Norðmenn eru svona í sínu þaki.“ Segir Höskuldur. Landssambandið stóð að ráðstefnunni Bleik framtíð í dag. „Hér eru sjúkdómafríar aðstæður. Við höfum ekki þurft að berjast við laxalús hingað til þannig að það er ákveðinn ávinningur af ímynd Íslands, hreinleikanum.“

 

Lax ekki jafn fóðurfrekur og húsdýr

Miklu minna þarf af fóðri fyrir lax til þess að fá eitt kíló af kjöti heldur en úr algengustu dýrunum sem við nýtum kjötið af. Í laxinn fara 1,2 kíló af fóðri, 2 kíló í alifugl, þrjú í svínið, átta í sauðfé og átta í nautgripi. Leyfi til sjókvíaeldis eru á Austfjörðum, í Eyjafirði og á Vestfjörðum og hefur mesta uppbyggingin verið á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem Fjarðalax er en þar er Höskuldur er framkvæmdastjóri.