Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Finnst að greina megi bakslag

20.11.2018 - 17:13
Mynd: RÚV / RÚV
Ásakanir um óheilbrigða vinnustaðarmenningu urðu til þess að innri endurskoðun borgarinnar var fengin til að gera útttekt á Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum. Uppsagnir tveggja starfsmanna sem styr hefur staðið um voru þar taldar réttmætar. Gyða Margrét Pétursdóttir dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, segir að málið komi upp í kjölfar á metoo-hreyfingunni og kröfu um að við henni sé brugðist.

Hún telur að krafa um að eitthvað sé að gert skýri að einhverju leyti hve mikið var um málið fjallað í haust. Þá hafi ekki orðið til að draga úr, að Orkuveitan hafði fengið jafnréttisviðurkenningar og því hafi í hugum margra vaknað spurning um hvernig málum væri komið annars staðar. 

Það vakti athygli Gyðu Margrétar að Félagsvísindastofnun lagði opnar spurningar fyrir starfsmenn en ekki er vikið að svörum þeirra í skýrslunni sem birt var í gær og vísað þar til persónuverndarsjónamiða. Gyða bendir á að tilgangur rannsakenda með svo opnum spurningum sé einmitt að fanga eitthvað sem ekki liggi fyrir. 

Hún telur að strax megi greina nokkuð bakslag eftir metoo-hreyfinguna sem reis upp í fyrra, skort hafi á umbreytandi samkennd hjá körlum. Margt sé þó ósagt í þessu máli.