Hún telur að krafa um að eitthvað sé að gert skýri að einhverju leyti hve mikið var um málið fjallað í haust. Þá hafi ekki orðið til að draga úr, að Orkuveitan hafði fengið jafnréttisviðurkenningar og því hafi í hugum margra vaknað spurning um hvernig málum væri komið annars staðar.
Það vakti athygli Gyðu Margrétar að Félagsvísindastofnun lagði opnar spurningar fyrir starfsmenn en ekki er vikið að svörum þeirra í skýrslunni sem birt var í gær og vísað þar til persónuverndarsjónamiða. Gyða bendir á að tilgangur rannsakenda með svo opnum spurningum sé einmitt að fanga eitthvað sem ekki liggi fyrir.
Hún telur að strax megi greina nokkuð bakslag eftir metoo-hreyfinguna sem reis upp í fyrra, skort hafi á umbreytandi samkennd hjá körlum. Margt sé þó ósagt í þessu máli.