Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Finnar gera tilraun með borgaralaun

25.08.2016 - 16:49
epa05305980 Helpers install a huge poster reading 'What would you do if your income were taken care of?' on the Plaine de Plainpalais Square in Geneva, Switzerland, 14 May 2016. The poster measuring 8,000 square meters and weighing seven tons in
Auglýsing frá kosningum um borgaralaun í Sviss Mynd: EPA - KEYSTONE
Finnska ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera tilraun með borgaralaun þar sem valinn hópur fær 560 evrur á mánuði til grunnframfærslu. Svisslendingar felldu í sumar tillögu um borgaralaun.

Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands sem tók við embætti fyrir rúmu ári, vill að tilraunin leiði í ljós, hvort borgaralaun draga úr atvinnuleysi og einfalda bótakerfið í landinu.

epa04732408 Juha Sipila (R), winner of the 19 April elections and leader of the largest party in parliament, Finnish Centre Party, with True Finns party leader Timo Soini (L) hold a press conference on their coalition talks in the Finnish Parliament in
Timo Soini, formaður Sannra Finna, og Juha Sipilä, formaður Miðflokksins. Mynd: EPA - COMPIC
Juha Sipila (hægri) með Timo Soini leiðtoga Sannra Finna

 

„Meginmarkmið með grunn framfærslu tilrauninni er tengt auknu atvinnustigi“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðis og velferðarráðuneyti Finnlands, og bætir við að markmiðið sé einnig að einfalda flókið bótakerfi.

2000 manns á vinnualdri verða valin af handahófi til að taka þátt í tilrauninni.

Borgaralaun hafa verið mikið í umræðunni, og nú vilja finnar verða fyrstir Evrópuþjóða til að reyna hugmyndina.

Svisslendingar höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní að greiða hverjum fullorðnum einstaklingi 2.500 svissneska franka mánaðarlega, sem og 625 franka með hverju barni.

Tilraunin nýtur þver pólítisks stuðnings í Finnlandi.