Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Fimmtánmenningarnir sem eru ákærðir

19.03.2013 - 18:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Búið er að birta ákæru, öllum starfsmönnum Landsbankans sem sérstakur saksóknari hefur ákært fyrir tuga milljarða króna meinta markaðsmisnotkun í aðdraganda bankahrunsins.

Sex eru ákærðir hjá Landsbankanum, þar á meðal Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri og Elín Sigfúsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Hinn bankastjórinn, Halldór J. Kristjánsson, er ekki ákærður. Hjá Kaupþingi eru níu starfsmenn ákærðir í sambærilegu máli. Laust fyrir fréttir var búið að birta öllum nema einum starfsmanni Kaupþings ákæru.

Nokkrir æðstu stjórnendur Kaupþings eru ákærðir, þar á meðal Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forststjóri Kaupþings-samstæðunnar. Þrír sólarhringar líða frá því búið er að birta sakborningum ákæru þar til ákæruskjalið er gert opinbert. Því má gera ráð fyrir að það verði gert í vikulok.

Þessir eru ákærðir hjá Kaupþingi: 

Sigurður Einarsson stjórnarformaður

Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri samstæðu Kaupþings

Ingólfur Helgason forstjóri Kaupþings á Íslandi

Magnús Guðmundsson yfirmaður Kaupþings í Lúxemborg

Bjarki Diego framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans

Björk Þórarinsdóttir sat í lánanefnd bankans og starfaði á fyrirtækjasviði

Einar Pálmi Sigmundsson forstöðumaður eigin viðskipta

Birnir Sær Björnsson verðbréfasali eigin viðskipta

Pétur Kristinn Guðmarsson verðbréfasali eigin viðskipta

Þrír hinna ákærðu starfa hjá Arion banka, þau Birnir Sær Björnsson, Pétur Kristinn Guðmarsson og Björk Þórarinsdóttir. Björk er framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka. Þau hafa öll verið send í leyfi.

Þessir eru ákærðir hjá Landsbankanum: 
 

Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri

Sigríður Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs

Ívar Guðjónsson forstöðumaður eigin viðskipta

Steinþór Gunnarsson forstöðumaður verðbréfamiðlunar

Júlíus Steinar Heiðarsson miðlari

Sindri Sveinsson miðlari