Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fimmtán hafa látist í Chile

22.10.2019 - 13:28
epa07939433 Demonstrators participate in a new day of mass protests at Plaza Italia, in Santiago de Chile, Chile, 21 October 2019. An unrest, sparked by a hike in metro fares, quickly morphed into a wider protest against social inequality. Chilean Army general Javier Iturriaga, responsible for security during the state of emergency decreed in Santiago, established on the same day the third curfew in the Chilean capital and the rest of the Metropolitan region due to the persistence of the riots.  EPA-EFE/Esteban Garay.
Bál voru kveikt á torgum í Santiago í gær. Mynd: EPA-EFE - EFE
Fimmtán hafa látið lífið í mótmælum og óeirðum í Chile undanfarna daga. Rodrigo Ubilla, innanríkisráðherra landsins, greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í dag.

Hann sagði að ellefu hefðu látist í höfuðborginni Santiago og nágrenni. Þrír sem hefðu dáið utan höfuðborgarinnar hefðu verið skotnir til bana.

Mikil mótmæli hófust í síðustu viku þegar fargjöld í jarðlestar voru hækkuð, en þau beinast nú orðið gegn aukinni misskiptingu og auknu bili milli ríkra og fátækra. Neyðarlög hafa verið í gildi í Chile síðan um helgi og útgöngubann um nætur.

Sebastian Pinera, forseti Chile, sagðist í gærkvöld vera reiðubúinn til viðræðna við forystumenn mótmælenda um leiðir til að leysa vandann.