Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fimm slösuðust í árekstri á Snæfellsnesvegi

08.02.2018 - 11:25
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fimm slösuðust í tveggja bíla árekstri á Snæfellsnesvegi, á móts við Haukatungu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi virðist á þessari stundu sem fólkið sé ekki alvarlega slasað. Veginum var lokað um stund en nú er búið að opna hann á ný.

„Þarna er mjög blint og ofankoma. Bílarnir komu á móti hvor öðrum og lentu saman,“ segir Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi. Fimm voru í bílunum og slösuðust öll og voru flutt á sjúkrahús. Einn var meðvitundarlaus þegar sjúkralið kom á vettvang en komst fljótlega til meðvitundar.  

Allt fólkið í bílunum er erlendir ferðamenn, að sögn Ólafs. Bílarnir eru ónýtir eftir áreksturinn. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir