Fimm slösuðust í tveggja bíla árekstri á Snæfellsnesvegi, á móts við Haukatungu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi virðist á þessari stundu sem fólkið sé ekki alvarlega slasað. Veginum var lokað um stund en nú er búið að opna hann á ný.