Fimm fyrstu þingkonurnar

Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir / Þórgunnur Oddsdóttir

Fimm fyrstu þingkonurnar

19.06.2015 - 16:37

Höfundar

Konur fjörutíu ára og eldri fengu kosningarétt og jafnframt kjörgengi 19. júní 1915. Engu að síður liðu sjö ár þar til fyrsta konan, Ingibjörg H. Bjarnason, tók sæti á þingi. Næsta röskan aldarfjórðung bættust aðeins fjórar konur við á skrá yfir konur á þingi.

Í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna efna Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur og Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari til sögugöngu laugardaginn 20. júní kl. 14. Gangan hefst við Alþingishúsið, við nýafhjúpaða styttu af Ingibjörgu H. Bjarnason, og henni lýkur í Hólavallagarði. Hún er tileinkuð fimm fyrstu konunum sem kjörnar voru á Alþingi, þeim Ingibjörgu, Guðrúnu Lárusdóttur, Katrínu Thoroddsen, Kristínu L. Sigurðardóttur og Rannveigu Þrosteinsdóttur. 

Eyrún er í Samfélaginu í dag og ræðir hver staða þessara kvenna var, og viðmótið sem mætti þeim í þinginu. 

Tengdar fréttir

Innlent

Styttan afhjúpuð við Alþingi