Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Fimm fá stöðu flóttafólks

29.01.2016 - 16:16
epa05051685 Refugees waiting to cross the border between Macedonia and Greece, near the town of Gevgelija, The Former Yugoslav Republic of Macedonia, 03 September 2015. The Gevgelija-Presevo journey is just a part of the journey that the refugees, the
 Mynd: EPA
Kúrdísk fjölskylda frá Írak og hjón frá Íran fengu í dag viðurkennda stöðu flóttafólks á Íslandi. Þá fékk ríkisfangslaus maður dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Greint er frá þessu á Facebooksíðu Rauða krossins.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flúðu hjónin frá Íran trúarofsóknir þaðan. Í kúrdísku fjölskyldunni er einstæður faðir með tvö börn, en hann taldi fjölskyldu sína í hættu vegna hryðjuverkastarfsemi samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.

Ríkisfangslausi maðurinn á sér hins vegar sérstaka sögu. Hann er upphaflega frá Lettlandi en hefur verið án nokkurrar lögformlegrar stöðu í heimalandinu sínu frá því að Sovétríkin liðu undir lok. Maðurinn, sem er samkynhneigður, kom hingað til lands á síðasta ári og hefur nú fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV