Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fimm ár frá hvarfi MH370

08.03.2019 - 08:25
Erlent · Asía · Kína · Malasía
Mynd með færslu
 Mynd:
Fimm ár eru í dag síðan flugvél Malaysia Airlines hvarf á leið frá Malasíu til Kína með 239 um borð. Það var 8. mars 2014 vélin fór í sína hinstu ferð, flug MH370.

Margir Kínverjar voru í hópi farþega og í morgun safnaðist hópur ættingja saman við utanríkisráðuneytið í Peking til að minnast hinna látnu. Hópurinn óskaði eftir að fá áheyrn hjá utanríkisráðherra Kína, en því var hafnað og var fólkinu tjáð að ekkert nýtt væri að frétta af málinu.

Í Malasíu krefjast ættingjar látinna að leit að vélinni verði hafin að nýju. Leitin að flugvélinni var hin umfangsmesta í flugsögunni. Leitað var á 120.000 ferkílómetra svæði, en leit var hætt í janúar 2017.

Lokaskýrsla sem birt var í fyrra gaf fáar upplýsingar nema að vélinni hefði verið flogið af fyrirfram ákveðinni leið.