Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Filmu úr eftirlitsmyndavél stolið

22.07.2013 - 15:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Filmu úr hraðamyndavél lögreglunnar á Akureyri var stolið á laugardaginn. Myndavélin var í ómerktum bíl lögreglunnar sem stóð mannlaus við bæinn Skóga á Þelamörk.

Þegar vitjað var um bílinn á laugardagskvöld kom í ljós að einhver hafði brotið rúðu í bílnum, teygt sig inn og tekið filmuna úr myndavélinni. Líklegt þykir að þjófurinn hafi ekið of hratt og viljað spilla öllum sönnunargögnum.