Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Fíkniefnalögreglan rannsakar andlát Prince

epa05270786 (FILE) A file picture dated 09 August 2011 of US musician Prince, during his concert at the Sziget Festival on the Shipyard Island, northern Budapest, Hungary. According to media reports, Prince died on 21 April 2016 at his Paisley Park
 Mynd: EPA - MTI

Fíkniefnalögreglan rannsakar andlát Prince

28.04.2016 - 16:57

Höfundar

Lögreglumenn sem rannsaka andlát tónlistarmannsins Prince hafa óskað eftir aðstoð fíkniefnadeildar alríkislögreglunnar, DEA. Enn hefur ekki verið gefið upp hvort andlát hans tengdist neyslu lyfja með einhverjum hætti en lyfseðilsskyld verkjalyf fundust á líkinu. Prince var illa farinn í mjöðmum eftir að hafa hoppað og dansað í háhæluðum skóm áratugum saman.

Hann neitaði hins vegar að fara í uppskurð þar sem hann var í söfnuði Votta Jehóva og trú þeirra bannar blóðgjafir. Ekki verður ljóst hvort hann var með lyf í blóðinu fyrr en endanlegar niðurstöður blóðrannsóknar liggja fyrir eftir nokkrar vikur.