Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin slétt 20 ár síðan Pétur Jóhann fór með sigur af hólmi í keppninni Fyndnasti maður Íslands. En þótt hann standi á tvítugu sem atvinnumaður í gríni byrjaði horfir hann mun lengra aftur í sýningunni.
Man eftir fyrsta „uppistandinu“
„Ég var byrjaður að fíflast og grínast miklu fyrr, í rauninni búinn að vera að gera það alla ævi. Ég man fyrsta skiptið þegar ég kom fullorðnu fólki til að hlæja og tilfinninguna sem ég fékk þá. Það er hægt að líkja þessu við eins konar fíkn. Ég byrjaði mjög snemma að geta flautað mjög skært,“ segir hann og rifjar upp þegar hann hermdi svo vel eftir fugli í fylgd með ömmu sinni og frænku að amma hans hélt að það væri fugl inni í húsinu.