Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

FIFA-mynd kolfellur í Bandaríkjunum

09.06.2015 - 22:20
From right, actor Tim Roth, director Michel Franco, Sarah Sutherland and Robin Bartlett pose for photographers during a photo call for the film Chronic, at the 68th international film festival, Cannes, southern France, Friday, May 22, 2015. (AP Photo
Hér er Tim Roth - sem túlkar Sepp Blatter í United Passions - á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í síðasta mánuði að kynna nýjustu mynd sína, Chronic. Mynd: AP
Kvikmynd um sögu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var frumsýnd í Bandaríkjunum um liðna helgi. Aðeins seldust miðar á hana fyrir jafnvirði 80 þúsund íslenskra króna.

Myndin heitir United Passions og talið að hún hafi kostað jafnvirði 3-4 milljarða íslenskra króna í framleiðslu. FIFA mun hafa borgað um þriðjung þess úr eigin sjóðum. Fjöldi frægra leikara fer með aðahlutverkin. Gérard Depardieu leikur Jules Rimet - ein helsta stofnanda FIFA, Sam Neil leikur Joao Havelange, forseta FIFA frá 1974 til 1998 og Tim Roth leikur arftaka hans, fráfarandi FIFA forseta Sepp Blatter.

Myndin er frumsýnd vestanhafs nú skömmu eftir að fjöldi háttsettra FIFA fulltrúar var handtekinn og Sepp Blatter segir af sér vegna spillingarannsóknar.

Hvað aðsókn varðar telst myndin nú þegar með einum mestu mistökum kvikmyndasögunnar en í sumum kvikmyndahúsum vestanhafs létu aðeins einn og einn sjá sig á sýningum myndarinnar um helgina.

Dómarnir eru fjarri því að vera góðir. Village Voice segir myndina klaufalega og illa gerða. Guardian segir hana og gerð hennar gott rannsóknarefni fyrir þá sem vilji skoða gerræði í rekstri félaga og fyrirtækja.

Gérarde Depardiue var eini leikari myndarinnar sem var viðstaddur heimsfrumsýningu hennar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra en síðan þá hefur verið undir hælinn lagt hvort hún hafi farið í bíó eða beint á DVD þar sem hún hefur komið fyrir augu almennings.

Guðjón Helgason
Fréttastofa RÚV