Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

FG mætir FSu í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd:
Þriðja og næstsíðasta viðureignin í áttaliða úrslitum Gettu betur er á milli Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Áður hafa lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri tryggt sér sæti í undanúrslitum sem fara fram 1. og 8.mars nk. í Austurbæ.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er handhafi Hljóðnemans, verðlaunagrips keppninnar frá því á síðasta ári og hefur því titil að verja. Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur einu sinni sigrað í keppninni en það var árið 1986, fyrsta árið sem Gettu betur fór fram.
Í liði FG eru þau  Einar Björn Þorgrímsson, Guðrún Kristín Kristinsdóttir og Sara Rut Sigurðardóttir og lið FSu skipa Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Magnús Sigurðarson og Svavar Daðason. 
Keppnin er í beinni á RÚV og hefst kl.20.05

 

 

Elín Sveinsdóttir
dagskrárgerðarmaður