Ferðamenn virða ekki lokanir við Dyrhólaey

05.05.2015 - 19:28
Mynd með færslu
 Mynd: Umhverfisstofnun
Mynd með færslu
 Mynd: Umhverfisstofnun
Skriða féll úr Dyrhólaey 4. maí 2015. Mynd: Aron Reynisson
 Mynd: Aron Reynisson
Unnið var að því síðdegis að girða meðfram bjargbrún Dyrhólaeyjar og merkja svæðið sem hættusvæði, eftir að stærðar skriða féll niður um 100 metra klettahlíðina í gær. Nokkra metra frá skriðunni sátu ferðamenn í mestu makindum í dag og dingluðu fótum fram yfir bjargbrúnina.

Girt hefur verið meðfram göngustíg Umhverfisstofnunar, um tíu metra frá bjargbrúninni, og nær girðingin um 150 metra leið frá vitanum. Almannavarnir telja hættu á fleiri skriðum. 

Ljóst er að þörf hefur verið á að auka við merkingar og girðingar, miðað við mynd sem náðist af ferðamönnum á svæðinu fyrr í dag. Þeir virtu að vettugi eldri lokanir og girðingar og fóru alveg upp að bjargbrúninni, og settust jafnvel niður og dingluðu fótum framyfir hana.

alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi