Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ferðamenn í háska við Reynisfjöru

11.11.2019 - 22:25
Mynd: Þórólfur Sævar Sæmundsson / Þórólfur Sævar Sæmundsson
Erlendur ferðamaður var hætt kominn þegar hann lenti undir öldu í miklum öldugangi við Reynisfjöru í dag. Algengt er að ferðamenn lendi í háska vegna kraftmikils öldugangs í fjörunni.  Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, birtir myndband af atvikunu á Facebook-síðunni Bakland Ferðaþjónustunnar.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að viðbragðsaðilar á Suðurlandi hafi verið kallaðir út um klukkan þrjú í dag vegna ferðamannsins. Vísir hefur eftir varðstjóra hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal að maðurinn hafi náð að krafla sig til baka úr sjónum. Hann hafi slasast á öxl og verið fluttur til skoðunar.