Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Ferðamaðurinn kominn upp úr sprungunni

06.01.2014 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Erlendur ferðamaður slapp ómeiddur eftir að hafa fallið ofan í sprungu nærri Öxarárfossi á Þingvöllum fyrr í dag. Björgunarsveitarmenn frá Selfossi náðu manninum upp úr sprungunni sem er 20 til 30 metra djúp.

Maðurinn var á gangi þegar rann ofan í gjótuna og hvarf sjónum samferðafólks síns. Aðgerðir tóku um klukkustund, en maðurinn var niðri í gjótunni í rúman einn og hálfan klukkutíma. Hann gat rætt við fólk á brúninni. Sigmaður var sendur niður og tengdi manninn við björgunarbúnað.  Maðurinn, sem er um þrítugt,  gekk óstuddur í fylgd björgunarsveitarmanna frá sprungunni og varð ekki meint af.