Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ferðamaður handtekinn á Þjóðleikhúsinu

05.11.2016 - 13:37
Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Ferðamaður var handtekinn undir morgun fyrir að klifra upp á svalir Þjóðleikhússins. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn hafi verið nokkuð ölvaður og ekki komist sjálfur niður. Því hafi verið óskað eftir aðstoð frá slökkviliði með kranabifreið. Einnig hafi sérsveitarmenn komið á staðinn til aðstoðar sérútbúnir til klifurs.

Kemur jafnframt fram í tilkynningunni að maðurinn hafi ekki gefið skýringar á því hvers vegna hann klifraði upp á svalirnar. Sömuleiðis hafi hann verið ófær um að gefa upplýsingar um það hvar hann væri til húsa. 

Lögregla segir það lán að maðurinn skyldi ekki fara sér að voða. Hann verður yfirheyrður þegar rennur af honum. 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV