Erlendur ferðamaður er mikið slasaður eftir að hafa fallið í Skjálfandafljót við Goðafoss. Maðurinn er nú á leið á sjúkrahús á Akureyri í sjúkrabíl og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið norður til móts við sjúkrabílinn. Hugsanlegt er að hann fari um borð í þyrluna og verði fluttur á Landspítalann.