Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ferðamaður féll í Skjálfandafljót

30.09.2018 - 16:12
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Erlendur ferðamaður er mikið slasaður eftir að hafa fallið í Skjálfandafljót við Goðafoss. Maðurinn er nú á leið á sjúkrahús á Akureyri í sjúkrabíl og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið norður til móts við sjúkrabílinn. Hugsanlegt er að hann fari um borð í þyrluna og verði fluttur á Landspítalann.

Maðurinn er mikið slasaður, með áverka á höfði og hrygg. Hann var að skoða Goðafoss að vestanverðu og féll fram af. Maðurinn var blautur og kaldur þegar komið var að honum.

Eins og greint var frá fyrr í dag fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu á þriðja tímanum um manninn. Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í kjölfarið og var viðbragðsáætlun vegna hópslyss virkjuð á svæðinu.

Aðgerðum björgunarsveita er nú lokið á vettvangi.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV