Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Fer fram á leiðréttingu

05.07.2013 - 18:41
Mynd með færslu
 Mynd:
Franz Jezorski hefur farið fram á við forseta Alþingis að umfjöllun um hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð verði leiðrétt.

Í skýrslunni segir að Franz hafi ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Baldursdóttur, og tveimur öðrum, fengið greiddan 430 milljónir króna í arð á tímabilinu 2004 til 2007 frá fyrirtækinu Byggingaverktakar Austurlands. Í fréttatilkynningu frá Franz kemur fram að hann hafi selt eignarhlut sinn í fyrirtækinu í júní 2006 og í kjölfarið hætt afskiptum af því. Kona hans seldi sinn hlut á sama tíma. Samkvæmt yfirlýsingu frá Deloitte endurskoðun fékk Franz engan arð greiddan fyrir árið 2006.

Franz og kona hans voru einnig eigendur að Leiguíbúðum í Fjarðarbyggð ehf. og Fasteignafélagi Austurlands, en fyrirtækin urðu öll gjaldþrota árið 2011.