Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fengu ýtu í sveitinni til að kippa í trukkinn

11.12.2019 - 04:26
Mynd með færslu
 Mynd: Rarik
Starfsmenn Rarik hafa staðið í ströngu vegna fjölda bilana og annarra vandræða í raforkukerfinu vegna óveðursins sem geisað hefur á landinu síðan í gær. Eitt af mörgum verkefnum fólst í að flytja spenna austur í Kelduhverfi til að koma aftur á rafmagni þar í sveit og í nágrannabyggðum. Farið var með spennana á flutningabíl frá Akureyri en þegar menn nálguðust Vaðlaheiðargöngin var allt kolófært. Fengu þeir þá lánaða jarðýtu í sveitinni til að draga trukkinn í gegnum stærstu skaflana við göngin.

Hér má sjá hvar ýtan kippir í trukkinn, sem hefur skrikað eitthvað hjólbarði á veginum.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV