Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Femínisti var í sömu jakkafötunum í ár

16.11.2014 - 11:37
Mynd með færslu
 Mynd:
Ástralski sjónvarpsþáttastjórnandinn Karl Stefanovic segist hafa verið í sömu jakkafötunum í náhverri einustu útsendingu í heilt ár.

Það gerði hann til að vekja athygli á kynjamisrétti í fjölmiðlum en kvenkyns kollegar hans fá reglulega aðfinnslur við klæðaburð sinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stefanovic segist hafa blöskrað sú gagnrýni sem konur fái fyrir að vera í sömu fötunum oftar en einu sinni; það sýni að fólk dæmi þær frekar eftir útliti en frammistöðu. Nú hafi hann sem karlmaður gengið í sömu fötunum í heilt ár án þess að nokkur hafi tekið eftir því. Fjallað hefur verið um tilraun Stefanovic í erlendum miðlum

Hann segir einu athugasemdirnar sem hann hafi fengið hafi snúist um einkennilega ólykt sem fylgdi honum en nú sé kominn tími til að senda jakkafötin í hreinsun.