Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fellibylurinn Dorian stækkar en veiklast

03.09.2019 - 18:18
epa07813699 A screen grab from a handout video made available by NASA taken from the International Space Station (ISS) showing Hurricane Dorian, Issued 02 September 2019. Hurricane Dorian, which made landfall on the Bahamas as category 5, caused 'unprecedented' devastation, according to Prime Minister Hubert Minnis. According to reports at least five people died in The Bahamas due to Hurricane Dorian. It is now downgraded to category 4 on route to pass to the east of Florida in the upcoming days.  EPA-EFE/NASA HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - NASA
Fellibylurinn Dorian færist nú frá Bahamaeyjum og fikrar sig áfram í átt að austurströnd Bandaríkjanna, á snigilshraða að kalla má. Hann hefur veiklast og telst nú annars stigs fellibylur. Þrátt fyrir það er hann talinn ákaflega hættulegur, meðal annars þar sem hann hafi stækkað og vegna flóðahættu sem honum fylgir. Að minnsta kosti fimm hafa látist á Bahamaeyjum vegna fellibylsins og er búist við fleiri dauðsföllum.

Þrátt fyrir að bylurinn færist nú frá Bahamaeyjum eru mikil og alvarleg flóð á eyjunum og hættulegir stormar sem ekki verður lát á fyrr en í kvöld. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 61.000 manns þurfi matvælaaðstoð á eyjunum, 47.000 á eynni Grand Bahama og 14.000 á Abaco-eyjum. 

Búist er við að fellibylurinn haldi upp að strönd Flórída í Bandaríkjunum á morgun. Þaðan fari hann meðfram Georgíu og Suður-Karólínu. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur þegar lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna komu Dorians. Þá hefur þúsundum verið gert að yfirgefa heimili sín í Flórída og skólum og öðrum stofnunum verið lokað.