
Fellibylurinn Dorian stækkar en veiklast
Þrátt fyrir að bylurinn færist nú frá Bahamaeyjum eru mikil og alvarleg flóð á eyjunum og hættulegir stormar sem ekki verður lát á fyrr en í kvöld. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 61.000 manns þurfi matvælaaðstoð á eyjunum, 47.000 á eynni Grand Bahama og 14.000 á Abaco-eyjum.
Búist er við að fellibylurinn haldi upp að strönd Flórída í Bandaríkjunum á morgun. Þaðan fari hann meðfram Georgíu og Suður-Karólínu. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur þegar lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna komu Dorians. Þá hefur þúsundum verið gert að yfirgefa heimili sín í Flórída og skólum og öðrum stofnunum verið lokað.
Here's the 1 pm EDT Tropical Cyclone Update: Core of #Dorian moving away from Grand Bahama Island. However, dangerous winds and life-threatening storm surge will continue there through this evening. The intermediate advisory will be issued by 2 pm. https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/PCncx9EDut
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 3, 2019