Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Féll í sprungu á Sólheimajökli

05.04.2013 - 15:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Maður féll í sprungu á Sólheimajökli í dag þar sem hann var á ferð með ferðaskrifstofu sem fer með fólk í jöklagöngur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitir frá Hvolsvelli, Hellu og landeyjum voru kallaðar út um klukkan þrjú auk fjallabjörgunarmanna frá Reykjavík.

Fjallabjörgunarmenn fóru af stað með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Talið var að maðurinn væri með minnkandi meðvitund í sprungunni. Rúmri hálfri klukkustund eftir útkalli var tilkynnt um að maðurinn væri kominn upp úr sprungunni og á leið niður jökulinn. Aðgerðin var því afturkölluð.