Félag Sigmundar forsíðufrétt um allan heim

03.04.2016 - 18:26
Mynd með færslu
 Mynd: Aftenposten - Skjáskot
Aflandsfélag Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra Íslands, og eiginkonu hans, er forsíðufrétt hjá fjölmiðlum um allan heim.

Á enskri útgáfu Sueddeutsche Zeitung, stærsta dagblaðs Þýskalands er sagt frá því, fremst í umfjöllun miðilsins, að fjórðungur ráðherra í ríkisstjórn Íslands eigi aflandsreikninga. Fjallað var um málið í Kastljósi.

Mynd með færslu
 Mynd: Sueddeutsche.de - Skjáskot
03.04.2016 Vefur SDZ, http://panamapapers.sueddeutsche.de/
 Mynd: Sueddeutsche Zeitung - Skjáskot
Myndir með umfjöllun Sueddeutsche Zeitung um Panama-skjölin.

Aftenposten í Noregi birtir mynd af forsætisráðherrahjónunum á forsíðu fréttavefs síns. 

Breska dagblaðið Guardian gerir stöðu Sigmundar Davíðs að einu aðalatriði umfjöllunar sinnar. 

Á twittersíðu Breska ríkisútvarpsins, BBC, er mynd af forsætisráðherra, og sagt að Panama-skkjölin sýni hvernig forsætisráðherra Íslands faldi leynilegt aflandsfélag.

 

Á Indlandi segir dagblaðið The Indian Express að þegar íslenska efnahagskerfið hafi fallið, hafi forsætisráðherra landsins falið fé sitt í aflandsfélagi.

Le Monde í Frakklandi fjallar einnig um málið, líkt og fjölmargir aðrir miðlar um allan heim.

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi