Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni hér.
Ingibjörg Friðriksdóttir er tónlistarkona, tónskáld, pródúser og hljóðlistakona. Hún fór í tónsmíði í Listaháskóla Íslands og flutti svo til Kaliforníu þar sem hún fór í mastersnám. Með námi í Kaliforníu starfaði hún sem framleiðandi í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu þar sem hún starfaði við það að framleiða hiphop með föngum. Í fangelsinu geta þeir lært að gera tónlist og einnig eru þeir með útvarpsstöð. Eitt af því sem föngunum er kennt er að þeir verði að hugsa áður en þeir gera hlutina, Ingibjörg segir að ástæðan af hverju sumir af þessum mönnum séu í fangelsinu sé vegna þess að þeir stjórnuðust af tilfinningum sínum án þess að hugsa áður.
„Einhverntímann eru þeir að spyrja mig hvað ég sé gömul og ég segi þeim að ég sé þrítug og þá spyrja þeir: „En þarftu þá ekki að fara eiga börn?“ og ég meina, þeir voru allir fangelsaðir þegar þeir voru sautján ára en hefur samt tekist að búa til þrjá krakka. Svo ég hugsaði: „Já Ingibjörg þú þarft kannski að fara eiga börn bráðlega er það ekki? en ég segi „Nei veistu ég er að hugsa um að byrja að eiga börn þegar ég er svona 40, 45 ára. Ég meinti þetta ekki en mér fannst gaman að segja hluti sem ég vissi fyrirfram að yrðu aksjón innra með þeim og að þeir yrðu að hugsa,“ segir Ingibjörg.