Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Feigðarflan að nýta ákvæði um landsdóm

06.03.2017 - 06:28
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið feigðarflan eftir hrun að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um landsdóm. Það hafi sýnt sig að niðurstaða dómsins hafi fremur sundrað en sameinað og það á versta tíma.

Morgunblaðið greinir frá þessu og vísar í viðtal við forsetann í tímariti Lögréttu sem kemur út í dag. Þar er haft eftir forsetanum að hann telji að  enginn vilji hafa ákvæði um landsdóm í stjórnarskránni.

Þá segi forsetinn um synjunarvald embættisins að sanngjarnara og lýðræðislegra væri að í stjórnarskrá væru einfaldlega ákvæði um að ákveðinn fjöldi kjósenda geti krafist þess að lögum verði synjað staðfestingar. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV