Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Farþegalest hrapaði ofan í gil í Bangladess

24.06.2019 - 06:19
Erlent · Asía · Bangladess
Mynd: Fréttir / Fréttir
Fjórir eru látnir og yfir 100 slasaðir eftir að lest féll ofan í gil í Bangladess þegar brú gaf sig. AFP fréttastofan hefur eftir yfirvöldum að brúin hafi hrunið um það leyti sem lestin ók yfir hana, og fóru fimm vagnar hennar ofan í gilið.

Einn vagnanna endaði ofan í á í gilinu. Fjöldi fólks festist inni í lestunum. 
Slysið varð í Kaulaura, um 300 kílómetrum frá Dhaka. Íbúar í nágrenninu aðstoðuðu slökkvilið og lögreglu við að ná fólki út úr lestinni. 21 slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahúsið í borginni Sylhet.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV