Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fara fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi

24.10.2019 - 11:33
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Héraðssakskónari óskar í dag eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir tveimur erlendum fíkniefnasmyglurum, sem handteknir voru við komuna til landsins með Norrænu í byrjun ágúst.

Þeir hafa verið í haldi í 12 vikur sem er hámarkstími sem halda má grunuðum manni, nema ákæra hafi verið gefin út.  Því má gera ráð fytrir að ákæra verði birt þeim í dag eða á morgun. 

Mennirnir, Rúmeni og Þjóðverji, reyndu að smygla fjörutíu og þremur kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins í bíl sem þeir fluttu með sér frá Þýskalandi.