Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fámennt í farþegarýminu

17.03.2020 - 23:48
Mynd: Bogi Ágústsson / RÚV
Það var fámennt í farþegarými vélar Icelandair á leið frá Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi í Svíþjóð til Keflavíkurflugvallar í dag. Aðeins voru nokkrir farþegar um borð enda hefur hægt mikið á ferðalögum fólks vegna úrbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Landamærum fjölda ríkja hefur verið lokað og nú síðast í dag samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að loka ytri landamærum Schengen-svæðisins með það að markmiði að hefta útbreiðslu veirunnar.

Einnig var fámennt á Arlanda flugvelli í dag, þar sem alla jafna er annasamt. Það skal þó tekið fram að fleiri farþegar voru í flugferðinni til Íslands í dag en sjást á myndinni. Nokkrir nýttu tækifærið og lögðu sig, enda með heila sætaröð fyrir sig.  

Mynd með færslu
 Mynd: Bogi Ágústsson-RÚV - RÚV-Bogi Ágústsson