Sýning á fjársjóði Hitlers verður opnuð í Helfararsafninu í Buenos Aires í Argentínu fyrsta desember. Við húsleit árið 2017 fundust áttatíu nasitatengdir munir faldir á bakvið bókaskáp hjá fornsala í úthverfi Buenos Aires. Sérfræðingar segja fjársjóðinn falsaðan.