Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Falsaður fjársjóður Hitlers á Helfararsafninu

26.10.2019 - 14:31
Mynd með færslu
 Mynd: EPA - EFE
Sýning á fjársjóði Hitlers verður opnuð í Helfararsafninu í Buenos Aires í Argentínu fyrsta desember. Við húsleit árið 2017 fundust áttatíu nasitatengdir munir faldir á bakvið bókaskáp hjá fornsala í úthverfi Buenos Aires. Sérfræðingar segja fjársjóðinn falsaðan.

Meðal þeirra voru brjóstmynd af Adolf Hitler, rýtingar með hakakrossum, borð fyrir andaglas, búnaður til að mæla höfuðlag fólks og forláta stækkunargler sem fullyrt var að hefði verið í eigu Hitlers. Talið var að munirnir hefðu borist til landsins með einhverjum þeirra átta hundruð háttsettu nasistum sem flúðu til Argentínu eftir hrun þriðja ríkisins. Ýmsir munir voru eignaðir Adolf Eichmann og Josef Mengele sem bjuggu um tíma á svipuðum slóðum og fornsalinn.

Sérfræðingar sem rannsökuðu munina fullyrða hins vegar í Der Spiegel að munirnir séu falsaðir. Þeir skiluðu ítarlegri skýrslu um þessa fölsuðu muni en þeir verða engu að síður sýndir í Helfararsafninu undir lok árs.

Mynd með færslu
 Mynd:
palmij's picture
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV