Um 300 manns eru í hópi eldri borgara af erlendum uppruna í Reykjavík.
Barbara segir ólíkt eftir því hvaðan fólk kemur hvaða réttindi það hefur til eftirlauna. „Til dæmis fólk sem hefur verið hér frekar stutt og er frá landi utan Evrópu hefur minni réttindi. Fólk frá Evrópu hefur meiri réttindi og þar er misjafnt milli landa í Evrópu hvaða rétt fólk hefur og það er erfitt að sækja um þetta. Kerfið er flókið.“
Aldraðir innflytendur sæki um fjárhagsaðstoð og framfærslustyrk en minna um húsaleigubætur, akstursþjónustu og heimaþjónustu. „Kannski þeir viti ekki um þetta,“ segir Barbara í viðtali við Birtu Björnsdóttur í Kastljósi í kvöld.