Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Fagnar auknum umsvifum Bandaríkjahers

11.02.2016 - 22:30
Mynd með færslu
Eiginkona forsætisráðherra upplýsti á Facebook að hún ætti félag í Bretlandi sem notað væri til að halda utan um arf hennar. Mynd: RÚV
Forsætisráðherra fagnar auknum umsvifum Bandaríkjahers hér á landi. Engar viðræður hafi þó átt sér stað um frekari starfsemi hersins hér.

Vefrit bandaríska hersins greindi frá því í vikunni að Bandaríkjaher ætli að snúa aftur til Íslands. Herinn hefur farið fram á jafnvirði 2,7 milljarða króna á fjárlögum Bandaríkjanna fyrir næsta ár til að lagfæra gamalt flugskýli hersins á Keflavíkurflugvelli. Sjóherinn gæti síðar meir óskað eftir aðstöðu til langframa. Utanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að það væri ljóst að herinn sé að auka umsvif sín á Íslandi, þótt ekki komi til greina að opna að nýju herstöð í Keflavík.

Sigmundur fagnar þessum auknu umsvifum en segir engar viðræður hafa átt sér stað um aukna starfsemi bandaríska flotans hér á landi. „Ég heyrði fyrst af þessu í fréttum að bandaríkjaher ætlaði að setja einhverja peninga í að gera upp gamalt flugskýli og ekkert nema gott um það að segja ef að það skapar vinnu fyrir iðnaðarmenn á Suðurnesjum. Þetta eru talsvert miklir peningar, hefurðu ekki trú á því að umsvifin eigi eftir að aukast? Þeir sjálfsagt munu vilja fljúga eitthvað meira hérna yfir og það er í samræmi við gildandi samninga við Bandaríkin,“ segir Sigmundur.