Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Færri ferðamenn í sumar eftir fjölgun í vetur

02.09.2019 - 15:09
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Ferðamönnum við Gullfoss fækkaði í sumar, annað árið í röð, eftir því sem tölur yfir þróun á fjölda ferðamanna á svæðinu leiða í ljós.

Samkvæmt því sem lesa má úr upplýsingum frá Umhverfisstofnun, eftir fyrirspurn fréttastofu, fóru rúmlega 347 þúsund manns að Gullfossi í júní, júlí og ágúst árið 2017. Í fyrra voru þeir rúmlega 341 þúsund en þessa sömu mánuði í ár fóru rúmlega 299 þúsund manns að fossinum.

Aftur á móti fóru fleiri ferðamenn að Gullfossi í febrúar á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Þá fóru tæplega 106 þúsund manns að fossinum þann mánuðinn, en þeir voru tæplega 121 þúsund í febrúar í ár. 

 

Teljarinn við Gullfoss var settur upp í maí árið 2017 og því ná tölur um fjölda ferðamanna ekki lengra aftur í tímann en það. Þar sem fjöldi ferðamanna jókst á milli ára í febrúar en fækkaði á milli ára í sumar má gera ráð fyrir að fall flugfélagsins WOW air í lok mars hafi haft þar mikið að segja.