Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fær sekt fyrir „bleikan“ gjörning

25.04.2015 - 21:56
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Marco Evaristti, danskur listamaður sem hellti bleikum ávaxtalit í Strokk í gærdag, hefur verið sektaður um 100 þúsund krónur en til vara að sæta 8 daga fangelsi. Hann er þó frjáls ferða sinna og heimil brottför af landinu. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann ætli að borga sektina.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi í kvöld. Þar segir einni að Evaristti hafi verið samstarfsfús við lögreglu og lagt sig fram um að upplýsa alla þætti málsins

Fimmtugur karlmaður, danskur ríkisborgari, var í dag yfirheyrður af lögreglunni á Suðurlandi grunaður um að hafa brotið...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on 25. apríl 2015

Lögreglan segir að Evaristti hafi ákveðið að ráðfæra sig við lögmann sinn vegna sektarinnar. Hann hafi þó tilkynnt að hann myndi gera upp hug sinn áður en hann færi af landinu.

The Rauður Thermal Project, 2015

Posted by Marco Evaristti on 24. apríl 2015

Lögreglan segir að Evaristti hafi gætt þess sérstaklega að ekki hlytist af þessu varanlegt tjón. Rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að það sé að mörgu leyti rétt - lítil sem engin ummerki sjáist á eða við hverinn.

Evaristti segir í samtali við bæði mbl.is og visir.is að hann ætli ekki að greiða sektina. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV