Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fæddi barn í sjúkrabíl á Reykjanesbraut

16.08.2019 - 00:17
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Farþegum fjölgaði um einn í sjúkrabíl Brunavarna Suðurnesja á ellefta tímanum í kvöld. Sjúkraflutningamenn óku þá með þungaða konu frá fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja áleiðis til fæðingardeildar Landspítalans.

Eitthvað lá barninu á að komast í heiminn og fæddi móðirin það inni í sjúkrabílnum á Reykjanesbrautinni. Ljósmóðir var með í för, og segir varðstjóri Brunavarna Suðurnesja að móður og barni heilsist vel eftir bílferðina.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV