Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Facebook með áætlun gegn upplýsingafölsun

epa07971383 YEARENDER 2019 OCTOBERChairman and CEO of Facebook Mark Zuckerberg takes his seat to testify before the US House Financial Services Committee hearing on 'An Examination of Facebook and Its Impact on the Financial Services and Housing Sectors', on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 23 October 2019. Zuckerberg faced questions from lawmakers concerned over issues with the cryptocurrecy Libra, financial data and potential misinformation on Facebook surrounding the 2020 US presidential election.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
Mark Zuckerberg, stofnandi og stjórnandi Facebook. Mynd: EPA-EFE - EPA
Facebook birti í gær áætlun sína um hvernig fyritækið ætlar að taka á erlendum áhrifum og upplýsingafölsun á samfélagsmiðlinum fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Meðal leiðanna er að efla öryggi síðna sem kjörnir fulltrúar stjórna, krefjast upplýsinga um eigendur stjórnmálasíðna og öflugri leiðir til að sannreyna staðreyndir.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Facebook til fjárfesta. Þar segir að sú ábyrgð hvíli á fyrirtækinu að koma í veg fyrir áreitni og utanaðkomandi áhrif á kosningar. 

Nýverið greindi eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, frá því að þar verði auglýsingar stjórnmálamanna bannaðar. Facebook hefur því verið undir auknum þrýstingi undanfarið til að stöðva útbreiðslu falsaðra upplýsinga og koma í veg fyrir erlend áhrif í kosningum.

Samkvæmt athugun netaðgerðarsamtakanna Avaaz verða notendur Facebook fyrir miklu áreiti misvísandi pólitískra upplýsinga. Þar kom í ljós að 100 útbreiddustu pólitísku falsfréttirnar á Facebook voru skoðaðar nærri 160 milljón sinnum fyrstu tíu mánuði ársins. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV