Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Eydís ráðin sveitarstjóri Flóahrepps

18.07.2014 - 11:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Eydís Þ. Indriðadóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Flóahreppi. Hún tekur til starfa þar 1.ágúst. Eydís hefur verið oddviti Ásahrepps undanfarin ár.

 Alls sóttu 38 um starfið. Fleiri sveitarfélög fóru þá leið að ráða sveitarstjóra á þessu kjörtímabili.

Gengið var frá ráðningu bæjarstjóra Grundarfjarðar á fundi bæjarstjórnar í gær. Þorsteinn Steinsson, fyrrverandi sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, verður næsti bæjarstjóri og tekur við embættinu í næsta mánuði. Alls sóttu 24 um starfið en þrír drógu umsókn sína til baka.

Núna í hádeginu kemur valnefnd saman í Hafnarfirði og verður listi yfir umsækjendur um starf bæjarstjóra gerður opinber í framhaldinu. Einnig er væntanlegur listi yfir umsækjendur um stöðu bæjarstjóra í Reykjanesbæ síðar í dag. 

Húnaþing Vestra og Hvalfjarðarsveit ganga frá ráðningu sveitarstjóra í lok næstu viku.