Samþykkt var á hluthafafundi Exista í morgun að breyta nafni félagsins í Klakka. Eftir nauðasamninga sem kröfuhafar Exista samþykktu á síðasta ári er félagið nú nær alfarið í eigu íslenskra og erlendra fjármálastofnana og lífeyrissjóða. Helstu eignir félagsins eru Skipti, sem er móðurfélag Símans, Mílu og Skjásins, Vátryggingafélag Íslands., Líftryggingafélag Íslands og Lýsing.