Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Evrópusinnum fjölgar í Danmörku eftir Brexit

04.07.2016 - 05:33
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Niðurstaða bresku þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Evrópusambandsaðild virðist hafa haft skjót og afgerandi áhrif á afstöðu Dana til sambandsins og veru Danmerkur í því. Mun fleiri Danir vilja nú vera innan Evrópusambandsins en fyrir Brexit-kosningarnar, og þeim hefur einnig fækkað mjög, sem vilja kosningar um aðildina. Tvær skoðanakannanir sem fyrirtækið Voxmeter gerði fyrir Ritzau-fréttastofuna leiða þetta skýrt í ljós.

Í könnun sem gerð var í vikunni fyrir Brexit-kosningarnar sögðust 40% danskra kjósenda gjarnan vilja fylgja fordæmi Breta og kjósa um áframhaldandi veru Danmerkur í ESB. Í samskonar könnun sem gerð var í vikunni eftir Brexit-kosningarnar hafði þeim fækkað um nær fjórðung sem voru þessarar skoðunar, eða niður í 32%.

Fyrir Brexit sögðust tæp 60% vilja að Danmörk yrði áfram í ESB, en ríflega 22% töldu Dönum betur borgið utan þess. Eftir Brexit sögðust hartnær 70% þeirra sem afstöðu tóku heldur vilja vera í ESB en ekki, en hinum sem vildu úrsögn hafði fækkað niður í 18,2%