Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Eva Rún Snorradóttir fær Maístjörnuna

Mynd með færslu
 Mynd: Maístjarnan

Eva Rún Snorradóttir fær Maístjörnuna

21.05.2019 - 10:53

Höfundar

Eva Rún Snorradóttir fær Maístjörnuna í ár, verðlaun sem veitt eru fyrir útgefna íslenska ljóðabók.

Verðlaun­in hlýtur Eva Rún fyr­ir ljóðabók­ina Fræ sem frjóvga myrkrið. Auk henn­ar voru til­nefnd Ásdís Ing­ólfs­dótt­ir fyr­ir Ódauðleg brjóst; Gerður Krist­ný fyr­ir Sálu­messu; Hauk­ur Ingvars­son fyr­ir Vist­ar­ver­ur; Linda Vil­hjálms­dótt­ir fyr­ir Smáa letrið og Sig­fús Bjart­mars­son fyr­ir Homo economicus I.

Fræ sem frjóvga myrkrið er þriðja ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur. Áður hefur hún gefið út Tappa á himninum og Heimsendir fylgir þér alla ævi.

Mynd: Benedikt / Benedikt
Eva Rún Snorradóttir les upp ljóðið Vinátta kvenna úr ljóðabókinni Fræ sem frjóvga myrkrið.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir að Fræ sem frjóvga myrkrið sé frum­leg og fjöl­breytt ljóðabók þar sem skáldið bregði á leik með ýmis form. „Fyrri hluti bók­ar­inn­ar er margradda lýs­ing á ferð vin­kvenna til sól­ar­landa sem reyn­ist í senn nöt­ur­leg og fynd­in. Síðari hlut­inn er ein­læg­ari og mynd­rænni og þar eru ljóð sem lýsa vináttu, sárs­auka, sjálfs­upp­götv­un og ann­ar­leg­um heimi á áleit­inn hátt.“

Maístjarn­an er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru ein­göngu fyr­ir út­gefna ís­lenska ljóðabók. Verðlaun­un­um er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sín­um í út­gáfu. Verðlauna­fé er 350 þúsund krón­ur. Gjald­geng­ar voru all­ar út­gefn­ar ís­lensk­ar ljóðabæk­ur árs­ins 2018 sem skilað var til Lands­bóka­safns Íslands. Dómnefnd var skipuð Sveini Yngva Eg­ils­syni og Evu Kamillu Ein­ars­dótt­ur.

Kristín Ómarsdóttir hlaut verðlaunin í fyrra fyrir ljóðabókina Kóngulær í sýningargluggum. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2017. Þá hlaut Sigurður Pálsson þau fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Mögnuð ljóð um sukk í sólarlandi