Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Eva áfram oddviti í Árneshreppi

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RÚV
Eva Sigurbjörnsdóttir verður áfram oddviti Árneshrepps og Guðlaugur Agnar Ágústsson verður varaoddviti. Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar Árneshrepps fór fram í Norðurfirði í dag.

Þetta kemur fram á síðu Litla Hjalla. Ekki var kosið í nefndir á fundinum. Í Árneshreppi var persónukjör og hlaut Eva 23 atkvæði til aðalmanns eins og Björn Torfason en Bjarnheiður Júlía Fossdal, Guðlaugur og Arinbjörn Bernhardsson fengu 24 atkvæði. Björn og Arinbjörn komu nýir inn í hreppsnefnd en þau Hrefna Þorvaldsdóttir og Ingólfur Benediktsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. 

Í frétt Litla Hjalla kemur fram að ein hjón séu í hreppsnefnd, þau Bjarnheiður Júlía og Björn á Melum I.

Mynd með færslu
 Mynd: Jón Guðbjörn Guðjónsson - Litli Hjalli
Bjarnheiður Júlía Fossdal, Björn Torfason, Eva Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Agnar Ágústsson og Arinbjörn Bernhardsson.