ESB tekur FARC af hryðjuverkalista

26.09.2016 - 21:55
epa05552539 Federica Mogherini (L), High Representative of the European Union for Foreign Affairs speaks at a press briefing after a meeting of the E3 + 3 in the security council chambers, during the General Debate at the 71st Session of the United
 Mynd: EPA
Evrópusambandið hefur ákveðið að fjarlægja Byltingarher Kólumbíu, FARC, af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Fedrica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, tilkynnti þetta í dag.

Skæruliðar Byltingarhers Kólumbíu FARC lýstu á föstudag einróma yfir stuðningi við nýtt friðarsamkomulag samtakanna og stjórnvalda í Bógóta. Evrópusambandið segir að um ákvörðun þess taki gildi um leið og friðarsamkomulag, sem batt enda á meira en hálfrar aldar stríð í Kólumbíu, verður undirritað í kvöld.

Í frétt AFP fréttastofunnar kemur fram að ekki standi til að fjarlægja FARC af listanum fyrir fullt og allt heldur um tíma, en að þetta verði til þess að eignir samtakanna í Evrópu eru ekki lengur frystar. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi