ESB gekk á bak orða sinna

13.03.2014 - 10:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að samkomulag ESB, Noregs og Færeyja um makrílkvóta feli í sér að ríkin taka sér samtals rúmlega milljón tonna afla í ár, eða nær átján prósent umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins ICES.

Hlutur ESB og Norðmanna hækki því sem áður var í hundrað prósent af ráðgjöf, alls tæplega níu hundruð þúsund tonn og svo sé veiðum Færeyinga bætt ofan á. Ísland og ESB hafi í haust náð samkomulagi um hlut Íslands í veiðunum á grundvelli sjálfbærrar nýtingar .

Í seinni samningalotunum var þó ljóst að ESB færðist nær kröfu Norðmanna sem byggði á verulegri veiði umfram ráðgjöf. Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið hafa gengið á bak orða sinna með samkomulaginu í gær.

Samkomulagið stuðli að veiðum langt umfram ráðgjöf, og þá séu ekki teknar með veiðar Íslands, Grænlands og Rússlands. Heildarveiðin gæti því farið meira en fimmtíu prósent fram úr ráðgjöf. 

Þeir Sigurður Ingi  og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sitja nú fund í utanríkismálanefnd Alþingis. Tilefnið er  sú staða sem upp er komin eftir að Evrópusambandið kynnti í gær nýtt samkomulag um makrílveiðar, án aðkomu Íslendinga.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi