Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

ESB enn rætt á Alþingi

18.03.2015 - 17:39
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Þingmenn ræða enn á þingfundi skýrslu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem hann flutti þinginu í gær, um bréf það sem hann afhenti formanni Evrópusambandsins í síðustu viku og ítrekar þá ósk stjórnvalda að vera ekki lengur í hópi umsóknarríkja.

Afar skiptar skoðanir eru um málið og telja þingmenn stjórnarandstöðu slíkt bréf ekki duga til að vera ekki umsóknarríki. Segja þeir ályktun Alþingis sem samþykkt var 16. júlí 2009, um að leggja inn aðildarumsókn að ESB, vera enn í fullu gildi. Utanríkisráðherra hefur setið alla umræðuna sem stóð til miðnættis í gær en hann sagði í framsögu sinni að aðildarferlinu væri lokið og að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki.