Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

ESB að meta bréf Gunnars Braga

13.03.2015 - 09:48
Johannes Hahn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
 Mynd: EU/Etienne Ansotte - European Commission
Maja Kocijancic , talsmaður Johannes Hahn stækkunarstjóra Evrópusambandsins, segir að í augnablikinu sé ekki hægt að segja mikið um að ríkisstjórn Íslands líti svo á að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja að ESB og óski eftir því að sambandið taki hér eftir mið af því.

Paduraru segir að stækkunardeildin sé að meta innihald bréfsins sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti utanríkisráðherra Lettlands í gær. Lettar fara með formennsku í ESB um þessar mundir.

Þessi staða hefur aldrei komið upp áður í umsóknarferli hjá Evrópusambandinu. Þegar Norðmenn drógu umsókn sína til baka, var það gert eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Framkvæmdastjórninni gæti því verið nokkur vandi á höndum.

 

ragnhildurth's picture
Ragnhildur Thorlacius
Fréttastofa RÚV
ragnhildurth's picture
Ragnhildur Thorlacius
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir