Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

ESB á móti ferðatakmörkunum

13.03.2020 - 13:58
epa08078875 Ursula von der Leyen, President of the European Commission delivers his speech at a debate at the European Parliament in Strasbourg, France, 18 December 2019. The European Parliament is in plenary session from 16 to 19 December 2019.  EPA-EFE/PATRICK SEEGER
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varar við því að aðildarríkin grípi til ferðabanns til að hamla útbreiðslu kórónaveirunnar, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Mun skynsamlegra er að hennar sögn að beita skimun á landamærum.

Stjórnvöld í Tékklandi tilkynntu fyrr í dag að frá og með miðnætti á sunnudag yrði erlendum ferðamönnum bannað að koma til landsins. Jafnframt verður Tékkum bannað að ferðast til útlanda. Í gær var skipað svo fyrir að allir sem koma til Tékklands frá fimmtán ríkjum þar sem veiran er útbreiddust fari í hálfs mánaðar sóttkví.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV